
Höfundar:
Björn Jörundur Friðbjörnsson
44 ára
Hefur starfað sem tónlistarmaður með Nýdönsk frá 1987.
Tómas Hermannsson
43 ára
Bókaútgefandi. Hefur nokkrum sinnum átt lög í Söngvakeppninni og gaf út plötu árið 1995.
Björn Þór Sigbjörnsson
42 ára
Blaðamaður. Hefur ekki fengist við tónlist fyrr.
Forsaga lagsins: Við vorum eitthvað eirðarlausir eitt laugardagssíðdegið í október og ákváðum að setjast niður og semja júróvisjonlag. Fljótlega hittum við á tón sem við vorum ánægðir með og svo spannst lagið áfram næstu daga. Textinn var saminn samhliða en umfjöllunarefnið – jafnrétti í víðum skilningi – er okkur afar hugleikið og sótti óvenjuþungt á okkur þau dægrin.
Björn og félagar hafa haft gleðina að leiðarljósi í öllum undirbúningi og allir skemmt sér vel. Hópurinn hefur undirbúið sig vel og hlakkar til að flytja lagið í Háskólabíói og miðla þeim boðskap sem textinn hefur að geyma.
Flytjendur:
Björn Jörundur Friðbjörnsson
Pétur Örn Guðmundsson
43 ára
Söngvari í hljómsveitunum Buff og Dúndurfréttir. Annar höfundur lagsins Ég á líf sem var framlag Íslands í Eurovision árið 2013.
Hafrún Kolbeinsdóttir
21 árs
Tók þátt í The Voice í Þýskalandi í fyrra og komst í 30 manna úrslit.
Unnur Birna Bassadóttir
28 ára
Starfar sem tónlistarkona í leikhúsunum og hefur spilað með ýmsum tónlistarmönnum, þ.á.m. Fjallabræðrum og IanAnderson.
Piltur og stúlka
Kona og maður
sitja við sama borð.
Piltur og stúlka
þetta eru bara orð.
Í hverjum manni býr kona
og í hverri konu karl.
Og tvisvar sinnum verður
hver gamall maður barn.
Seint mun fólki sæma
í krafti sannfæringar
aðra menn að dæma.
Við erum öll úr sama efni
syngjum öll í sama kór.
Það er sama hvern ég nefni
hvort þú ert lítill eða stór.
Þá sannast það að nýju
að allir þurfa hrós,
líkt og sálin þarfnast hlýju
þarf lífið sólarljós.
Ertu nógu mikill maður
til að viðurkenna að,
við upphaf hverrar ævi
er kynið ávallt það.
Kona og maður
eiga að sitja við sama borð.
Piltur og stúlka
þetta eru aðeins orð.
Því seint mun fólki sæma
í krafti sannfæringar
aðra menn að dæma.
Við erum öll úr sama efni
syngjum öll í sama kór.
Það er sama hvern ég nefni
hvort þú ert lítill eða stór.
Þá sannast það að nýju
að allir þurfa hrós,
líkt og sálin þarfnast hlýju
þarf lífið sólarljós.