Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Perla aftur á flot

16.11.2015 - 21:47
Mynd með færslu
 Mynd: Kristín Sigurðardóttir
Dýpkunarskipið Perla er komið aftur á flot en skipið sökk í Reykjavíkurhöfn fyrir hálfum mánuði. Byrjað var að dæla úr skipinu laust eftir klukkan tvö í dag. Að sögn Gísla Gíslasonar hafnarstjóra Faxaflóahafna eru menn engu nær um hvers vegna skipið sökk. Það úrlausnarefni lendi á borði lögreglu og rannsóknarnefndar sjóslysa.

Ágætlega gekk að ná dýpkunarskipinu Perlu upp úr Reykjavíkurhöfn en byrjað var að dæla úr skipinu laust eftir klukkan tvö í dag. Til að hægt yrði að lyfa skipinu, þurfti að dæla um 700 tonnum af sjó úr því. Skipið hefur legið í höfninni í hálfan mánuð.

palmij's picture
Pálmi Jónasson
Fréttastofa RÚV