Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Pence vill ræða ásælni Kínverja og Rússa

28.08.2019 - 21:17
U.S. Vice President Mike Pence delivers his remarks aboard the Coast Guard Cutter Douglas Munro during a drug offload in Coronado, California, July 11, 2019. The crew of the Douglas Munro offloaded more than 39,000 pounds of cocaine and 933 pounds of marijuana worth a combined estimated value of $569 million. (U.S. Coast Guard photo by Petty Officer 1st Class Mark Barney)
 Mynd: Bandaríska strandgæslan
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, ætlar að ræða við íslenska ráðamenn um tilraunir Kínverja og Rússa til að seilast til áhrifa á Norðurslóðum, þegar hann kemur hingað til lands eftir mánaðarmót.

Þetta hefur Reuters fréttastofan í dag eftir embættismanni í Hvíta húsinu sem ræddi við blaðamenn þar um ferð Pence til Íslands, Bretlands og Írlands. 

Bandaríkjastjórn hefur að undanförnu lýst áhyggjum sínum af vaxandi umsvifum Rússa á Norðurslóðum og að fylgjast þurfi með athæfi Kínverja þar einnig. Rússland á sæti í Norðurskautsráðinu, þar sem Íslendingar gegna nú formennsku, og Kínverjar eiga sæti sem áheyrnarfulltrúar í ráðinu. 

Fréttastofa leitaði staðfestingar á þessu hjá utanríkisráðuneytinu, sem sagði í kvöld ekki ólíklegt að öryggismál á Norðurslóðum myndi bera á góma - en enn sé verið að leggja lokahönd á dagskrána og því liggi ekki fyrir hvað rætt verði á fundum með Pence. 

Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum utanríkisráðuneytisins.