Guðmundur kom vegna endurnýjunar á ökuskírteini. Hann er á leið til Tenerife í mánuð með frúnni. Fimm stjörnu hús með tveimur sundlaugum.
Helga Guðmundsdóttir kom nýverið vegna myndar í ökuskírteini. Hún sagði mér að hún ætti heima nálægt kirkjugarði. Hún heimsótti hann æ sjaldnar vegna tölvugrúsks á ebay í tengslum við áhugamál sitt.
Hörður kom rétt í þessu í Passamyndir vegna endurnýjunar á ökuskírteini. Hann er með meirapróf.
Þannig hljóma þrjár þeirra örsagna sem finna má á Facebook-síðu ljósmyndastofunnar Passamynda. Þar birtir Sigurður Unnar reglulega portrettmyndir af vel völdum viðskiptavinum auk örfárra orða.