Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Passamyndir sem listform

Mynd: Sigurður Unnar Birgisson / Passamyndir

Passamyndir sem listform

14.09.2019 - 11:27

Höfundar

Facebook síða ljósmyndastofunnar Passamynda hefur vakið nokkra athygli að undanförnu, en þar birtir Sigurður Unnar Birgisson, starfsmaður Passamynda, reglulega portrettmyndir af vel völdum viðskiptavinum - auðvitað með góðfúslegu leyfi. Andlitin er jafn ólík og þau eru mörg en hvert einasta segir ríkulega sögu.

Guðmundur kom vegna endurnýjunar á ökuskírteini. Hann er á leið til Tenerife í mánuð með frúnni. Fimm stjörnu hús með tveimur sundlaugum.

Helga Guðmundsdóttir kom nýverið vegna myndar í ökuskírteini. Hún sagði mér að hún ætti heima nálægt kirkjugarði. Hún heimsótti hann æ sjaldnar vegna tölvugrúsks á ebay í tengslum við áhugamál sitt.

Hörður kom rétt í þessu í Passamyndir vegna endurnýjunar á ökuskírteini. Hann er með meirapróf.

Þannig hljóma þrjár þeirra örsagna sem finna má á Facebook-síðu ljósmyndastofunnar Passamynda. Þar birtir Sigurður Unnar reglulega portrettmyndir af vel völdum viðskiptavinum auk örfárra orða.

Mynd með færslu
 Mynd: Sigurður Unnar Birgisson - Passamyndir
Sigurður Unnar Birgisson, ljósmyndari

„Við sem mannfólk höfum rosalega gaman af því að horfa á andlit og okkur er óhjákvæmilegt að búa til sögur. Þannig að þetta fer vel saman, að segja sem minnst en samt að opna.”

Með þessu fá ljósmyndirnar annað framhaldslíf en bara sem auðkenni á skírteinum eða vegabréfsáritunum viðskiptavinanna. „Það er svolítið kaldhæðnislegt að vanda sig svona mikið að reyna að ná góðri passamynd, því það er svo svakalega lítið lagt í skírteinin í dag. Áður fyrr voru myndirnar bara límdar á þau, en nú skilar fólk inn myndum, þær eru skannaðar inn, og svo sendar út í framleiðslu í Ungverjalandi - ef ég man rétt. En þegar skírteinin koma þaðan er fólk nánast óþekkjanlegt,” segir Sigurður Unnar.

Fjallað var um passamyndir í Lestinni á Rás 1.

Mynd með færslu
 Mynd: Sigurður Unnar Birgisson - Passamyndir
Guðmund vantaði mynd vegna endurnýjunar á ökuskírteini.
Mynd með færslu
 Mynd: Sigurður Unnar Birgisson - Passamyndir
Anna Elsa: "Á ég að segja þér nokkuð? Ég er ekki að segja þetta sem sjálfshrós en það er alltaf ljós í kringum mig."
Mynd með færslu
 Mynd: Sigurður Unnar Birgisson - Passamyndir
Abdallah Mohammed fékk nýlega samþykkta umsókn um greiðslukort. Hann leitaði til Passamynda til að fá mynd.
Mynd með færslu
 Mynd: Sigurður Unnar Birgisson - Passamyndir
Passamyndir taka að sér myndatökur í vegabréfsáritanir. Kristínu vantaði eina slíka fyrir ferðalag sitt til Taílands. Góða ferð.
Mynd með færslu
 Mynd: Sigurður Unnar Birgisson - Passamyndir
Sigurður kom í morgun. Húfuna fékk hann í Danmörku. Myndin er birt með góðfúslegu leyfi.
Mynd með færslu
 Mynd: Sigurður Unnar Birgisson - Passamyndir
Kristján Guðjónsson kom við í Passamyndum vegna viðtals fyrir Lestina á Rás 1.

Tengdar fréttir

Tækni og vísindi

Taylor Swift og bottinn sem varð nasisti

Menningarefni

Berglind Festival og plastlaus lífsstíll

Kvikmyndir

„Ertu stressuð húsmóðir? Fáðu þér valíum!“