Paper verður framlag Íslands í Eurovision

Mynd með færslu
 Mynd: Söngvakeppnin

Paper verður framlag Íslands í Eurovision

11.03.2017 - 22:49

Höfundar

Svala Björgvinsdóttir sigraði í Söngvakeppninni 2017 með laginu Paper og verður því fulltrúi Íslands í Eurovision söngvakeppninni í Úkraínu í maí. Eftir að síma- og dómnefndaratkvæði höfðu verið talin voru Paper og lagið Is This Love, með Daða Frey Péturssyni, efst og mættust því í einvígi. Þar hafði Svala betur.

Lagið er eftir Svölu, Einar Egilsson, Lester Mendez og Lily Elise. Textinn er eftir Svölu og Lily Elise.

 

Mynd: Söngvakeppnin 2017 / Söngvakeppnin 2017