Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Panamaskjölin - Kastljós í heild sinni

03.04.2016 - 18:57
Mynd: Rúv / Kastljós
RÚV sýndi í kvöld sérstakan Kastljós-þátt þar sem fram kom tengsl íslenskra stjórnmála við aflandsfélög í skattaskjólum og lögfræðistofuna Mossack Fonsecka sem staðsett er í Panama. Þátturinn var unnin í samstarfi við Reykjavik Media, Alþjóðasamtök rannsóknarblaðamanna og þýska blaðið Süddeutsche Zeitung.

Í þættinum var fjallað um aflandsfélagið Wintris sem skráð var á Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, og eiginkonu hans.

Einnig var fjallað um aflandsfélagið Falson sem tengist Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra. Í þættinum kom fram að félagið hefði verið afskráð 2012 og að starfsemi hefði verið í því fram í október 2009.

Þá var einnig fjallað um að Ólöf Nordal, innanríkisráðherra, hefði verið skráð prókúrhafi skúffufyrirtækis á Tortóla tveimur dögum eftir að hún tók þátt í prófkjöri flokksins árið 2006.