Í þættinum var fjallað um aflandsfélagið Wintris sem skráð var á Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, og eiginkonu hans.
Einnig var fjallað um aflandsfélagið Falson sem tengist Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra. Í þættinum kom fram að félagið hefði verið afskráð 2012 og að starfsemi hefði verið í því fram í október 2009.
Þá var einnig fjallað um að Ólöf Nordal, innanríkisráðherra, hefði verið skráð prókúrhafi skúffufyrirtækis á Tortóla tveimur dögum eftir að hún tók þátt í prófkjöri flokksins árið 2006.