Páll Magnússon hefur verið skipaður í embætti ráðuneytisstjóra í mennta- og menningarmálaráðuneytinu til fimm ára. Þrettán sóttu um starfið og mat hæfisnefnd fjóra þeirra mjög hæfa til þess að gegna því. Var það svo mat Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, að Páll „væri hæfastur umsækjenda til að stýra ráðuneytinu næstu fimm árin og leiða það umbótastarf sem er í farvatninu.“