Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Páfar verða dýrlingar

30.09.2013 - 14:48
Mynd með færslu
 Mynd:
Tveir páfar, Jóhannes Páll II og Jóhannes XXIII verða lýstir dýrlingar 27. apríl á næsta ári. Frans páfi greindi frá þessari ákvörðun sinni í dag.

Sérfræðingar í málefnum Páfagarðs telja að ákvörðunin um að lýsa páfana tvo dýrlinga við sömu athöfn sé til þess að sætta ólík sjónarmið. Jóhannes Páll II höfðaði einkum til þeirra sem aðhyllast íhaldsöm gildi, en Jóhannes XXIII þótti framfarasinnaður í skoðunum. Hann sat á páfastóli á árunum 1958 til 1963. Jóhannes Páll II, fyrsti páfinn í meira en fjórar aldir sem ekki var Ítali, var páfi frá 1978 til 1995.