Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Óvissustigi vegna óveðursins aflýst

17.02.2020 - 10:34
Mynd með færslu
 Mynd: Elsa María Guðlaugs Drífudót
Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra aflýsti í morgun, í samráði við alla lögreglustjóra í landinu, óvissustigi almannavarna vegna óveðursins sem gekk yfir landið á föstudaginn.

„Óveðrið hafði víðtæk áhrif á landinu þar sem samgöngur og almennur rekstur fór úr skorðum. Áfram eru þó vetraraðstæður á landinu, gular viðvaranir vegna veðurs og óvissustig vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum er enn í gildi,“ segir í færslu á Facebook-síðu Almannavarnadeildarinnar. 

Þeir sem hyggja á ferðalög á milli landshluta eru hvattir til að leita nýjustu upplýsinga um veður og færð á www.vedur.is og www.vegagerdin.is.