Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Óvissustigi vegna hættu á gróðureldum aflýst

03.07.2019 - 13:30
Mynd með færslu
 Mynd: Lára Ómarsdóttir - RÚV
Óvissustigi vegna hættu á gróðureldum á Vesturlandi hefur verið aflýst. Þetta kemur fram á vef Almannavarna.

Óvissustigi var lýst yfir 11. júní vegna langvarandi þurrka. Undanfarna daga hefur rignt víðast hvar á Vesturlandi og spáð er áframhaldandi úrkomu næstu daga. Því metur lögreglan að ástand sé að verða svipað og í venjulegu tíðarfari.

Viðbragðsaðilar hvetja fólk samt sem áður til þess að sýna aðgát í meðferð eldunartækja og fara varlega með opinn eld þar sem mikill gróður er.