Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Óvissustigi aflétt á sunnanverðum Vestfjörðum

Mynd með færslu
 Mynd: Lilja Sigurðardóttir
Óvissustigi vegna snjóflóðahættu hefur verið aflétt á suðurfjörðunum. Rýmingu var aflétt á Patreksfirði í gær.

Samkvæmt Veðurstofu hefur veður verið skaplegt þar síðan rýmingu var aflétt og ágætis fjallasýn. Örlítil yfirborðshreyfing er nú í snjónum en ekki talin hætta á verulegum snjóflóðum.

Enn er óvissustig á norðurfjörðunum og hættustig á Flateyri. Þar hefur rýmingu þó verið aflétt að hluta.

Vegir hafa verið opnaðir frá Brjánslæk til Patreksfjarðar og um Mikladal og Hálfdán. Unnið er að mokstri um Klettsháls og Vattarfjörð en þar er mjög snjóþungt.