Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Óvissustig og fjallvegir víða lokaðir fyrir norðan

20.01.2020 - 21:18
Mynd með færslu
 Mynd: Rúnar Snær Reynisson - RÚV
Slæmt ferðaveður er nú á Vestfjörðum og á Norðurlandi vestra þar sem komið hefur til lokana. Steingrímsfjarðarheiði er lokuð og þæfingsfærð er á Þröskuldum og á fjallvegum á sunnanverðum Vestfjörðum.

Snjóþekja og hálka er víðast hvar á Norðurlandi. Ófært er um Vatnsskarð vegna snjóa og veðurs. Stórhríð er á Þverárfjalli og þæfingsfærð, en vegurinn þó ennþá opinn. Lokað er um Öxnadalsheiði vegna veðurs og ekki búist við opnun fyrr en í fyrramálið miðað við veðurspá.

Óvissustig er vegna snjóflóðahættu á Siglufjarðarvegi og hann er lokaður. Óvissustig er einnig í gildi í Ólafsfjarðarmúla, en vegurinn er þó enn opinn. Vestra er mjög slæmt skyggni á Holtavörðuheiði og víða er hvasst og skafrenningur.

Gul viðvörun er í gildi á Vestfjörðum, Norðurlandi vestra og á Miðhálendinu fram yfir iðnætti vegna hvassviðris og ofankomu.

andriyv's picture
Andri Yrkill Valsson
Fréttastofa RÚV