Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Óvissustig á Holtavörðuheiði frá klukkan 15 í dag

13.01.2020 - 11:11
Mynd með færslu
Ófærð á Holtavörðuheiði. Mynd úr safni.  Mynd: Landsbjörg
Vegagerðin hefur lýst yfir óvissustigi á Holtavörðuheiði frá klukkan 15:00 í dag vegnar slæmrar veðurspár og er búist við loka þurfi veginum. Nú er hált á Holtavörðuheiði, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Appelsínugular og gular veðurviðvaranir eru í gildi fyrir nær allt landið í dag og þar til á morgun.

Spáð er norðaustan, og síðar norðan, 18 til 25 metrum á sekúndu með vindhviðum yfir 40 metrum á sekúndu í vindstrengjum við fjöll á Norðurlandi vestra.

Snjókoma og skafrenningur með lélegu skyggni og ekkert ferðaveður og hætta á foktjóni.