Óveður raskar jólahaldi á Filippseyjum

24.12.2019 - 08:47
epa08088673 A crowd of stranded passengers wait at a bus terminal on Christmas eve in Manila, Philippines, 24 December 2019. According to reports, thousands of travelers are stranded in different seaports, airports, and bus terminals due to cancellation trips in anticipation of approaching Typhoon Phanfone. According to the government weather bureau latest forecast, Phanfone will strengthen into a typhoon as it expected to make landfall in central Phillippines, and will possibly trigger floods and landslides during the Christmas holiday.  EPA-EFE/FRANCIS R. MALASIG
Ferðalangar bíða fregna á umferðarmiðstöð í Manila í morgun. Mynd: EPA-EFE - EPA
Hitabeltislægðin Phanfone mun víða raska jólahaldi um miðbik Filippseyja, en búist var við að hún kæmi þar um að ströndum í morgun. Óttast er að hún færist í aukana og nái styrk fellibyls.

Lægðin fer fyrst yfir eyna Samar, en spáð er að hún fari svipaða leið og fellibylurinn Haiyan, sem olli miklu manntjóni og eyðileggingu árið 2013. 

Phanfone er fjarri því eins öflug, en engu að síður hafa yfirvöld gripið til víðtækra ráðstafana. Þannig var skipum fyrirskipað að koma til hafnar áður en óveðrið skylli á og fólk í strandhéruðum að koma sér í öruggt skjól. Þá er röskun á flugi og ferjusiglingum. 

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi