Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Óttast um Apahrellinn

21.03.2015 - 22:14
epa04673825 A wildfire that has consumed over  3775 hectares of native woodland and affecting also 1860 hectares of the national reserve China Muerta in Melipeuco, blazing about 700 km of Santiago de Chile, Chile, 21 March 2015. According to local
 Mynd: EPA - EFE
Skógareldar breiðast nú hratt út í suðurhluta Chile en þar hafa undanfarið verið miklir þurrkar. Luis Mariano Rendon, talsmaður umhverfissamtakanna Accion Ecologica segist horfa fram á stórkostlegan harmleik, eldarnir hafi þegar náð að þurrka út hundruð plöntutegunda á svæðinu.

Þeir ógni nú dýraríkinu og gætu, ef ekki næst að ráða niðurlögum þeirra náð til Conguillo þjóðgarðarins. Talið er að eldarnir hafi sviðið öll barrtré af tegundinni Araucaria Araucana sem fyrirfinnast í landinu. Trén, sem sumir kalla Apahrelli vegna þess hvað nálar þeirra eru beittar, eru mörg hundruð ár að verða fullvaxta. Tjónið af völdum eldanna verður því ekki auðbætt. Í augum Mapuche-indjána eru þau heilög og stjórnvöld í Chile hafa lýst því yfir að þau tilheyri Chileskum þjóðararfi. Enn loga eldar á 25 stöðum og slökkvistörf eru í fullum gangi. Þegar hafa eldarnir skilið eftir sig 3700 hektara af sviðinni jörð.

arnhildurh's picture
Arnhildur Hálfdánardóttir
Fréttastofa RÚV