Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Óttast skógarelda á Vesturlandi

11.06.2019 - 19:52
Mynd með færslu
 Mynd: Rúnar Snær Reynisson Rúnar Sn - RÚV RÚV
Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Vesturlandi lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna hættu á gróðureldum. Þetta er gert vegna hættu á gróðureldum eftir langvinna þurrka. Sérstaklega þykir hætta á skógareldum í Skorradal.

Landeigendur og aðrir á svæðinu eru beðnir að sýna aðgát í meðferð opins elds og eldunartækja þar sem er mikill gróður.

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, almannavarnir í héraði og viðbragðsaðilar á Vesturlandi hafa áhyggjur af hættu á gróðureldum. Ekkert útlit er fyrir rigningu næstu viku heldur áframhaldandi hlýindi. Því var talið rétt að lýsa yfir óvissustigi. Í færslu á vef almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra segir: „Óvissustig á við þegar grunur vaknar um að eitthvað sé að gerast af náttúru eða mannavöldum sem á síðari stigum gæti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar sé ógnað.“

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV