Óttaðist ungur að vera frystur í karbóníti

Mynd með færslu
 Mynd: disney

Óttaðist ungur að vera frystur í karbóníti

22.11.2019 - 13:23
Fimmti kafli Star Wars kvikmyndabálksins, the Empire strikes back, er umfjöllunarefni hlaðvarpsþáttanna Hans Óli skaut fyrst í þessari viku. Kvikmyndin kom út árið 1980 og er fyrsta framhaldið af upprunalega Star Wars þríleiknum. Kvikmynd sem geymir eitt frægasta plotttvist kvikmyndasögunnar.

Raunar má segja að allri sögunni hafi verið snúið á hvolf í Empire strikes back. Kvikmyndin þykir mjög myrk en ólíkt fyrri myndum var George Lucas ekki einn í bílstjórasætinu og handritið var skrifað í hópi fólks auk þess sem Irvin Kershner leikstýrði myndinni. Hann var áður þekktur fyrir að leikstýra kvikmyndum með dýpri persónusköpun en áður hafði gengið í Star Wars og þess ber merki í the Empire strikes back. 

Kvikmyndin hlaut blendnar viðtökur gagnrýnenda þegar hún var frumsýnd enda tónninn sem sleginn var í henni annar en í fyrri myndum sem voru hefðbundnari hetjumyndir. Myndin hefur þó síðan þá risið í áliti og er í dag af mörgum talin ein af bestu myndum kvikmyndasögunnar. 

Í þessum fimmta þætti af Hans Óli skaut fyrst eru gestir Geirs Finnssonar þau Silja Björk Björnsdóttir, kvikmyndafræðingur og rithöfundur, og Daníel Rósinkrans, penni hjá Nördi norðursins. 

Geir segir meðal annars frá ótta sínum sem barn við karbónítið sem notað var til að frysta Han Solo og olli honum bókstaflegum martröðum og sálarangist. Hlustið á þáttinn í Spotify spilaranum hér að neðan, í RÚV appinu eða öllum helstu hlaðvarpsveitum. 

 

Í tilefni þess að níunda og síðasta kvikmyndin í Star Wars sögu Skywalker-fjölskyldunnar verður frumsýnd í desember sest stjörnustríðs nördinn Geir Finnsson niður með öðrum aðdáendum myndanna og kryfur þær í níu þátta hlaðvarpsseríu. Þú getur hlustað á annan kafla hér og á öllum helstu hlaðvarpsveitum.

 

Tengdar fréttir

Sjónvarp

Yoda hvítvoðungur setur internetið á hliðina

Kvikmyndir

Vildi gera geimóperu en endaði á að gera Star Wars

Kvikmyndir

Yoda er bara Regina George úr Mean Girls

Kvikmyndir

Útpæld pólitík en átakanleg ástarsaga