„Hér hefur örugglega margt komið til,“ segir Þóra Ellen Þórhallsdóttir prófessor í Grasafræði við HÍ. Síðan hefur þurft að koma mildur vetur og gott sumar og helst góður vetur líka þar á eftir.“
Þóra Ellen og Kristín Svavarsdóttir, plöntuvistfræðingur, ásamt fleiri náttúruvísindamönnum hafa í tæpa tvo áratugi fylgst með útbreiðslu birkisins á Skeiðarársandi. Síðustu tvö ár hafa þær nýtt sér dróna til að mynda og kortleggja birkið á sandinum.
„Við höfum myndað um sjötíu ferkílómetra og náum að greina, á myndunum sem eru með bestu upplausninni, trjáplöntur niður í níu sentímetra í þvermál,“ segir Tryggvi Stefánsson framkvæmdastjóri sprotafyrirtæksins Svarma sem hefur séð um myndatökurnar.