Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Ótrúlegur vöxtur á eyðisandi

24.09.2017 - 20:45
Mynd: Karl Sigtryggsson / RÚV/Landinn
Á Skeiðarársandi er að vaxa upp einn stærsti birkiskógur landsins en talið er að þar hafi birki fyrst sáð sér um 1996 og nú nær útbreiðsla þess yfir um 40 ferkílómetra af sandinum og hæstu trén eru orðin um þrír og hálfur metri á hæð.

„Hér hefur örugglega margt komið til,“ segir Þóra Ellen Þórhallsdóttir prófessor í Grasafræði við HÍ. Síðan hefur þurft að koma mildur vetur og gott sumar og helst góður vetur líka þar á eftir.“ 

Þóra Ellen og Kristín Svavarsdóttir, plöntuvistfræðingur, ásamt fleiri náttúruvísindamönnum hafa í tæpa tvo áratugi fylgst með útbreiðslu birkisins á Skeiðarársandi. Síðustu tvö ár hafa þær nýtt sér dróna til að mynda og kortleggja birkið á sandinum.

„Við höfum myndað um sjötíu ferkílómetra og náum að greina, á myndunum sem eru með bestu upplausninni, trjáplöntur niður í níu sentímetra í þvermál,“  segir Tryggvi Stefánsson framkvæmdastjóri sprotafyrirtæksins Svarma sem hefur séð um myndatökurnar. 

gislie's picture
Gísli Einarsson
eddasif's picture
Edda Sif Pálsdóttir