Óþægilegustu augnablikin á Óskarsverðlaununum

epa03116767 A woman grabs an Oscar statuette during the opening of the Academy of Motion Picture Arts and Sciences 'Meet the Oscars, Grand Central' at Vanderbilt Hall in Grand Central Terminal in New York, New York, USA, 22 February 2012.
 Mynd: EPA

Óþægilegustu augnablikin á Óskarsverðlaununum

06.02.2020 - 16:00
Óskarsverðlaunin verða afhent í 92. sinn næstkomandi sunnudag, 9. febrúar. Hátíðin er uppskeruhátíð Hollywood, gestir klæðast í sitt fínasta púss og fólk heldur mis velheppnaðar ræður. Í sögu Óskarsverðlaunanna er að finna aragrúa af óþægilegum augnablikum sem er í dag kannski hægt að hlægja að...eða kannski ekki.

Kjánalegar kynningar
Þeir sem fá að tjá sig ótakmarkað, eða svona næstum því ótakmarkað, á Óskarsverðlaununum eru yfirleitt kynnarnir. Þeir hafi margir verið ágætir en þó eru augnablik inn á milli sem við hefðum helst ekki vilja sjá. Eins og til dæmis Seth McFarlane að syngja um það að sjá brjóst:

Eða James Franco og Anne Hathaway að vera...tjah...óþægileg.

Það hafa svo líklega fáir klúðrað kynningu jafn harkalega og þegar John Travolta ætlaði að kynna Frozen söngkonuna Idinu Menzel á svið. Það fór ekki betur en svo að hann kallaði hana Adele Dazeem...close enough.

Sú sem hlýtur hins vegar verðlaunin fyrir óþægilegustu kynningu í sögu hátíðarinnar er þegar Faye Dunaway og Warren Beatty tilkynntu að kvikmyndin La la land hefði hlotið Óskarsverðlaunin fyrir bestu kvikmynd. Það kom hins vegar á daginn að La la land hafði ekkert unnið heldur var það kvikmyndin Moonlight. Þetta varð til þess að heilmikið kaos myndaðist á sviðinu, enda enginn upplifað annað eins. 

Vandræðalegar viðtökur
Það að taka við Óskarsverðlaunum er líklegast eitt stærsta augnablikið á ferli flestra og því óskandi að maður klúðri viðtökunni ekki harkalega. Jennifer Lawrence var ekki svo heppin en þegar hún tók við verðlaununum fyrir bestu leikkonu í aðalhlutverki árið 2013 tókst henni að detta í stiganum á leiðinni upp á svið. 

Hún virtist reyndar bara taka fallinu ágætlega, svo vel að hún datt svo aftur á rauða dreglinum ári síðar...

Viðtökur Crissy Teigen við ræðu Casey Afflec vöktu líka mikla lukku áhorfenda á Óskarsverðlaununum 2017 þegar myndband náðist af henni sofandi yfir verðlaunaafhendingunni. 

Sama ár setti Nicole Kidman Internetið svo á hliðina með stórfurðulegu klappi sínu. Sjón er sögu ríkari. 

Við vonum auðvitað að hátíðin á sunnudag fari stóráfallalaust fram en hún verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu á RÚV . Útsending frá rauða dreglinum hefst á miðnætti en athöfnin sjálf klukkan 01:00.