Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

ÖSE gagnrýnir framkvæmd forsetakosninga

10.06.2019 - 10:46
Erlent · Asía · Kasakstan
epa07636346 Presidential candidate Kassym-Jomart Tokayev leaves the polling booth after casting his vote for the presidential elections, at a polling station in Nur-Sultan, Kazakhstan, 09 June 2019.  EPA-EFE/IGOR KOVALENKO
 Mynd: IGOR KOVALENKO - EPA
Kassym-Jomart Tokayev hlaut ríflega 70 prósent atkvæða í forsetakosningum í Kasakstan í gær. Tokayev hafði verið handvalinn sem eftirmaður forsetans fyrrverandi Nursultan Nazarbayev. Næst flest atkvæði í kosningunum fékk Amirzhan Kosanov, eða um 16 prósent.

Kosningaeftirlitsmenn Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) gagnrýndu kosningarnar í morgun og sögðu þær til marks um virðingarleysi stjórnvalda í Kasakstan fyrir lýðræðinu. Eftirlitsmenn bentu á að mannréttindi höfðu verið brotin þegar mótmælendur hefðu verið handteknir. Þá eru vísbendingar um að ýmislegt misjafnt hafi átt sér stað á kjördag.

Tokayev átti sigurinn vísan í kosningunum eftir að hann hafði fengið blessun forsetans fyrrverandi. Nazarbayev stígur til hliðar eftir að hafa stjórnað landinu síðustu þrjá áratugi, eða frá falli Sovétríkjanna árið 1990.