Athugið þessi frétt er meira en 10 ára gömul.

Ósammála um staðgöngumæðrun

15.12.2011 - 14:01
Mynd með færslu
 Mynd:
Meirihluti velferðarnefndar Alþingis leggur til að tillaga 23 þingmanna verði samþykkt um að skipa starfshóp til að undirbúa frumvarp til laga sem heimili staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni.

Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur lagt fram nefndarálit fyrsta minnihluta nefndarinnar þar sem því er lýst að hún styður ekki niðurstöðu meirihlutans.

Hún segir að tíu af þrettán umsagnaraðilum vera á móti því að heimila staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni nú og enn sé ótal spurningum ósvarað.

Mörg álitamál verði að gaumgæfa og ræða áður en samþykkt verði að fara í slíka vinnu. Fram kemur í nefndarálit Valgerðar að Birgitta Jónsdóttir hafi verið áheyrnarfulltrúi og sé samþykk álitinu.