Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Öryggisverðir á Kastrup lögðu niður störf

05.02.2020 - 09:43
epa07528924 Passengers at the arrivals hall during a pilots strike at Copenhagen Airport in Kastrup, Denmark, 26 April 2019. Danish pilots of Scandinavian Airlines (SAS) have gone on strike after not reaching an agreement with their company on wages and working hours. The airline said it had to cancel some 673 flights affecting over 72,000 passengers.  EPA-EFE/Philip Davali DENMARK OUT
 Mynd: EPA - RÚV
Seinkun verður á flugi um Kastrup flugvöll í Kaupmannahöfn í dag. Ástæðan er sú að öryggisverðir á flugvellinum lögðu skyndilega niður störf um klukkan sjö að íslenskum tíma. Þeir ákváðu hins vegar að taka upp störf aftur klukkan tíu mínútur yfir níu.

Lars Lemke, upplýsingafulltrúi flugvallarins, staðfestir þetta við Danmarks Radio og segir vinnustöðvunina í morgun hafa áhrif á flug í allan dag. Ulla Thygesen, hjá stéttarfélagi öryggisvarðanna, segir að ákveðið hafi verið að grípa til skyndiverkfallsins til að mótmæla því að 12 starfsmönnum var skyndilega sagt upp störfum. Sumir þeirra voru með 20 til 30 ára starfsaldur.

Fréttastofa hefur óskað eftir upplýsingum um það hvaða áhrif þetta hefur á flug Icelandair frá Danmörku en ekki fengið svör ennþá.  

Jón Hákon Halldórsson
Fréttastofa RÚV