Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Öryggisorðið er „douze points“

Mynd með færslu
 Mynd: Gísli Berg - RÚV

Öryggisorðið er „douze points“

15.05.2019 - 11:38

Höfundar

Eldsnemma í morgun, eftir að hafa tryggt þátttöku Íslands á lokakvöldi Eurovision keppninnar, mættu þrír liðsmenn Hatara í viðtal við spjallþáttinn Good Morning Britain.

Viðtalið tók sjónvarpsmaðurinn Richard Aarnold við þá Klemens, Matthías Tryggva og Einar Hrafn fyrir allar aldir á ströndinni í Tel Aviv í morgun. Richard sagði drengjunum að hann furðaði sig á boðskap lagsins sem hann segir ekki vera í anda keppninnar. Klemens svaraði að staðreyndin sé sú að ef fólk sameinist ekki og finni friðinum farveg muni hatrið ná yfirhöndinni.

Richard óskaði þá eftir skilaboðum frá hljómsveitinni til aðdáenda í Bretlandi og Matthías bað aðdáendur þar að muna að elska hvert annað áður en hatrið bæri sigur úr bítum. Þegar Richard reyndi að ná tali af Einari Hrafni þagði þagði trommugimpið að vanda og starði á þann fyrrnefnda hvítum augum. Richard minntist þá á að tengsl Einars við Bretland eru ekki einungis frægðarsól Hatara sem rís hratt þar í landi því faðir Einars er Stefán Haukur Jóhannesson sendiherra Íslands í Lundúnum.

Allt viðtalið má sjá hér fyrir neðan.

Tengdar fréttir

Tíu tíst sem benda til þess að Hatrið sigri

Menningarefni

DR segir íslenska atriðið klikkað

Menningarefni

Leikur íslenska söngkonu í Eurovision-myndinni

Tónlist

„Hvað er öryggisorðið fyrir Ísland?“