Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Opinberar tölur fjarri raunveruleikanum í Rússlandi

25.03.2020 - 04:44
epa08318529 Russian president Vladimir Putin (L) wearing a yellow protective suit visits a hospital for patients with suspected COVID-19 disease caused by the SARS-CoV-2 coronavirus in the Kommunarka settlement in New Moscow, Russia, 24 March 2020. The number of registered cases of coronavirus infection has amounted to 495 in Russia.  EPA-EFE/ALEXEI DRUZHININ / SPUTNIK / KREMLIN POOL MANDATORY CREDIT
 Mynd: EPA-EFE - SPUTNIK POOL
Mun fleiri eru veikir af COVID-19 sjúkdómnum í Rússlandi en opinberar tölur gefa upp, að sögn borgarstjóra Moskvu, Sergei Sobyanin. Hann greindi Vladimír Pútín, forseta Rússalands, frá þessu þegar Pútín heimsótti sjúkrahús í úthverfi borgarinnar í gær. 

Innan við 500 tilfelli hafa greinst í Rússlandi samkvæmt opinberum tölum, og einn látið lífið. Pútín hefur sjálfur sagt að yfirvöld hafi fulla stjórn á faraldrinum. Fréttastofa Reuters segir marga rússneska lækna efast um að opinberar tölur endurspegli raunverulegan fjölda tilfella. Stjórnvöld lokuðu í gær næturklúbbum, kvikmyndahúsum og skemmtigörðum fyrir börn til þess að reyna að hægja á útbreiðslunni.

Sobyanin greindi Pútín frá því í gær að ástandið í Moskvu sé að verða alvarlegt. Fáir hafi verið prófaðir við kórónaveirunni sem veldur COVID-19, og margir höfuðborgarbúar sem hafi komið heim frá útlöndum væru í sjálfskipaðri sóttkví. Þeir hafi ekki verið verið prófaðir, og því erfitt að segja til um raunverulegan fjölda tilfella.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV