Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Önnur tegund búskapar nú á Deplum

12.05.2019 - 19:50
Mynd: Magnús Atli Magnússon / RÚV/Landinn
Árið 2014 var opnað lúxushótel í Fljótum í Skagafirði. Fyrst um sinn sætti hótelið og utanumhaldið í kringum það talsverðri gagnrýni og þótti Fljótamönnum hótelið vera að leggja undir sig talsvert landssvæði að óþörfu. Þetta umtal hefur breyst talsvert síðustu ár og hefur samstarf Deplar Farm við bændur í Fljótum stóraukist. Hótelið sækir þjónustu og afurðir frá nágrönnum sínum og stuðla að uppbyggingu og aukinni þjónustu á svæðinu.

Deplar Farm er í eigu bandaríska fjölskyldufyrirtækisins Eleven Experience en reksturinn hér á landi er í höndum Íslendinga. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins hér heima er Haukur B. Sigmarsson en hann segir að gott samstarf við fólk í nærumhverfinu sé algört lykilatriði í velgengni hótelsins og uppbyggingu Fljótanna. 

Sigurlína Kristín Kristinsdóttir seldi jörðina Depla í Fljótum árið 2011 eftir að hún og maður hennar hættu búskap. Í dag kemur hún að Deplum til að selja lopapeysur sem hún prjónar fyrir lúxushótelið.

„Það er bara yndislegt að staðurinn skuli haldast í rekstri þó að það sé ekki búskapur hérna. Þetta er kannski búskapur, bara annar stofn og mér finnst það frábært.“ 

gunnar.birgisson's picture
Gunnar Birgisson
íþróttafréttamaður