Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Önnur lægð væntanleg á morgun

14.02.2020 - 21:16
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Appelsínugular og gular veðurviðvaranir eru enn í gildi á landinu. Gera má ráð fyrir að veður gangi smám saman niður í kvöld, síðast á Vestfjörðum. Hrafn Guðmundsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að önnur lægð sé á leiðinni og komi á morgun. 

Hrafn Guðmundsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að önnur lægð komi á morgun. 

„Þannig að það verður aftur versnandi veður en ekki eins hvasst og í dag. Við sjáum viðvaranir detta út hver af annarri núna í kvöld og það verður ágætis veður á landinu í nótt en á morgun sjáum við þá vaxandi austan og norðaustanátt og það fer í storm og rok syðst á landinu með  gular viðvaranir og hríðarviðvörun á Vestfjörðum. Þannig að það er nóg að gerast.“ 

Í athugasemdum veðurfræðings á vefsíðu Veðurstofu Íslands kemur fram að lágur loftþrýstingur sé við landið og mikill áhlaðandi og allvíða mikið brim. Því séu auknar líkur á sjávarflóðum um landið sunnan- og austanvert áfram á morgun.

 

Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV