Ölvaður ökumaður ók yfir börn í Sydney

02.02.2020 - 04:55
epa08186571 A woman leaves a flowers at the place where seven children were hit by a four-wheel drive in the suburb of Oatlands in Sydney, Australia, 02 February 2020. Four children died and three others were hospitalized after they were hit by an out-of-control four-wheel drive on 01 February while riding their bicycles on a footpath. According to news reports, a 29-year-old man was charged with 20 offences, including four counts of manslaughter.  EPA-EFE/JOEL CARRETT AUSTRALIA AND NEW ZEALAND OUT
 Mynd: EPA-EFE - AAP
Ölvaður ökumaður varð fjórum börnum að bana í Sydney í Ástralíu í gær þegar hann ók á þau. Auk þess slösuðust þrjú börn til viðbótar. Þrjú barnanna sem létust voru systkini og fjórða barnið var frænka þeirra. Ökumaðurinn er ákærður fyrir manndráp og ölvunarakstur. Börnin voru á gangstétt þegar maðurinn ók pallbíl sínum upp á kantinn og ók á börnin.

Stúlkurnar sem létu lífið voru á aldrinum átta til tólf ára og strákurinn þrettán ára. Þau voru öll látin þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang. Ástand barnanna þriggja sem voru flutt á sjúkrahús er stöðug, hefur AFP fréttastofan eftir lögreglu. Ökumaðurinn verður ákærður í 20 liðum í dag. 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi