Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Öllum vegum að höfuðborginni lokað í nótt

13.02.2020 - 14:16
Mynd með færslu
 Mynd: Halla Ólafsdóttir - RÚV
Áætla má að öllum vegum út úr Reykjavík verði lokað í nótt og þeir verði lokaðir langt fram á morgundaginn. Vegagerðin hefur birt yfirlit yfir þá vegi sem eru á óvissustigi vegna veðursins sem er á leiðinni.

G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir í tölvupósti til fjölmiðla að það verði að teljast mjög líklegt að það komi til lokana á mörgum þeirra.

Endanleg ákvörðun um lokun og síðan opnun þeirra er tekin í hverju tilviki fyrir sig. Miðað við spar veðurfræðinga má búast við að fyrstu vegunum verði lokað snemma í nótt. Til dæmis er gert ráð fyrir að Reykjanesbraut verði lokað klukkan eitt.

Hér má sjá lista Vegagerðarinnar yfir áætlun um lokun vega. 

Landshluti  Vegkafli / Vegnr. Tími
SV-land  Hellisheiði (1), Þrengsli (39) og Sandskeið (1) Frá kl. 2:00 til 15:00
Mosfellsheiði (36) Frá kl. 4:00 til 15:00
Lyngdalsheiði (365) Frá kl. 4:00 til 15:00
Kjalarnes (1) Hviðuástand Frá kl. 3:00 til 14:00
Reykjanesbraut (41) Frá kl. 1:00 til 14:00
Grindavíkurvegur (43) Frá kl. 1:00 til 13:00
Suðurstrandavegur Frá kl. 1:00 til 14:00
Vesturland  Hafnarfjall (1) Hviðuástand Frá kl. 2:00 til 14:00
Brattabrekka (60) Frá kl. 2:00 til 16:00
Vatnaleið (56) Frá kl. 5:00 - óljóst
   
   
Vestfirðir  Steingrímsfjarðarheiði (61) Frá kl. 6:00 - 7:00 (15.2)
Þröskuldar (61) Frá kl. 6:00 - 7:00 (15.2)
   
NV-land Holtavörðuheiði (1) Frá kl. 4:00 - óljóst
Vatnsskarð (1) Frá kl. 4:00 til 07:00 (15.2)
   
   
NA-land Öxnadalsheiði (1) Frá kl. 06:00 til 08:00 (15.2)
   
   
Austurland  Fjarðarheiði (93) Frá 06:00 til 08:00 (15.2)
Fagridalur (1) Frá 09:00 til 16:00
Mývatns- og Möðrudalsöræfi (1) Frá 06:00 til 09:00 (15.2)
   
   
SA-land Vík - Hornarfjörður (1) Frá 06:00 til 14:00
   
   
Suðurland Hvolsvöllur - Vík (1) Frá 03:00 til 14:00