Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Öllum framboðslistum skilað

Mynd með færslu
 Mynd:
15 flokkar hafa skilað framboðslistum til yfirkjörstjórna vegna alþingiskosninga.

11 flokkar ætla að bjóða fram í öllum kjördæmum. Það eru Framsóknarflokkurinn, Vinstri græn, Hægri grænir, Lýðræðisvaktin, Sjálfstæðisflokkurinn, Regnboginn, Dögun, Píratar, Flokkur heimilanna, Björt framtíð og Samfylkingin. 

Að auki skilaði Landsbyggðarflokkurinn inn lista á Norðvesturkjördæmi. Húmanistaflokkurinn og Alþýðufylkingin bjóða fram í báðum Reykjavíkurkjördæmum. 

Í Reykjavíkurkjördæmi suður skilaði flokkurinn Sturla Jónsson inn lista. Sturla og nokkrir aðrir hafa skilað inn einstaklingsframboðum á Suðvesturhorninu, og yfirkjörstjórna bíður að skera úr hvort þau eru gild. Landskjörstjórn auglýsir gild framboð á miðvikudag.