Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Ólga í La Paz

14.11.2019 - 08:40
epa07994149 Riot police officers clash with demonstrators during protests in La Paz, Bolivia 13 November 2019. The crisis in Bolivia which began after the general elections of 20 October has left eight people dead, 508 injured and 460 detained in different incidents in 24 days of demonstrations, according to data from the Ombudsman's Office.  EPA-EFE/MARTIN ALIPAZ
Mikil ólga var í höfuðborginni La Paz í gærkvöld. Mynd: EPA-EFE - EFE
Til átaka kom milli lögreglu og fylgismanna Evo Morales, fyrrverandi forseta Bólivíu, í höfuðborginni La Paz og El Alto í gærkvöld. Fylgimenn Morales sögðu skipan Jeanine Anez í embætti forseta vera ólöglega og kröfðust þess að hún yrði látin víkja. 

Mikil ólga hefur verið í Bólivíu síðan tilkynnt var að Morales hefði farið með sigur af hólmi í forsetakosningunum í landinu 20. október. Hann var sakaður um að hafa beitt brögðum til að tryggja sér endurkjör. Morales sagði af sér á sunnudag, fór úr landi og fékk hæli í Mexíkó. 

Jeanine Anez, annar varaforseti öldungadeildar þingsins, var skipuð forseti deildarinnar eftir afsögn Morales og lýsti sig síðan forseta Bólívíu í fyrradag. Stuðningsmann Morales segja það ólöglegan gjörning.

Reyndu sumir þeirra að komast inn í þinghúsið í La Paz í gærkvöld til að krefjast þess að nýr forseti færi frá, en öryggissveitir komu í veg fyrir það og beittu kylfum og táragasi til að dreifa mannfjöldanum. 

Morales sakar nýja valdhafa um valdarán, en kveðst engu að síður reiðubúinn til að hefja við þá viðræður og jafnframt snúa aftur til Bólivíu óski þjóðin þess.