Öldungadeildin og Hvíta húsið ná saman um aðstoð

25.03.2020 - 06:43
Mynd með færslu
 Mynd: CC0 - Pixabay
Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur náð samkomulagi við forsetaembættið um tvö þúsund milljarða bandaríkjadala framlag til efnahagskerfisins og þeirra milljóna Bandaríkjamanna sem verða fyrir áhrifum COVID-19 faraldursins. Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeildinni greindi blaðamönnum frá þessu í morgun.

Frumvarpið verður lagt fyrir þingið þar sem það þarf að fara í gegnum báðar deildir áður en það verður sent Donald Trump forseta til undirritunar. 
 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi