Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

„Ólafur Jóhann skrifar aðeins of fallegt tungumál“

Mynd: RÚV / RÚV

„Ólafur Jóhann skrifar aðeins of fallegt tungumál“

18.12.2019 - 11:40

Höfundar

Innflytjandinn, skáldsaga Ólafs Jóhanns Ólafssonar, er spegilslétt og léttvæg glæpasaga með áhugaverðum persónum, að mati gagnrýnenda Kiljunnar.

Í Innflytjandanum eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson fylgjast lesendur með íslenskri konu að nafni Hildur Haraldsdóttir, veitingahúsagagnrýnanda og eiginkonu forríks arabísks leikmyndahönnuðar, sem kemur til Íslands í ægilegu óveðri til að uppfylla hinstu ósk vinar síns. Hildur flækist inn í rannsókn á morði á ungum innflytjanda og á sama tíma er lögreglan að leita að ungri stúlku sem hefur horfið. Jafnframt glímir Hildur við ýmis mál úr sínu einkalífi.

Það eru margar litlar sögur í bókinni, segja gagnrýnendur Kiljunnar, en rauði þráðurinn sé morðrannsóknin. Bókin er að mörgu leyti dæmigerður krimmi, segir Þorgeir Tryggvason – en ekki mjög háfleygur sem slíkur. „Það sem mér finnst langbitastæðast í þessari bók eru persónurnar. Annars vegar Hildur sjálf ...þó kannski sérstaklega eiginmaður hennar, Ómar. Hann er hrekkjalómur með húmoríska sýn á veruleikann og er mjög heillandi persóna.“ Sakamálin séu hins vegar full léttvæg. „Mann langar að það sé meira kjöt í þeim.“

Guðrún Baldvinsdóttir tekur í sama streng. „Ástin milli Hildar og Ómars er það sem hélt mér. Það sem mér fannst ekki nógu gott er að Ólafur Jóhann skrifar aðeins of fallegt tungumál. Það er spegilslétt út í gegn. Til þess að halda manni þá þarf að brjóta það aðeins upp, og segja eitthvað sem er kannski ekki mjög fallegt, og nota ekki öll máltækin sem þú kannt. Þetta gerir það að verkum að þú sofnar smá í lestrinum.“

Tengdar fréttir

Bókmenntir

Tilþrifalítil saga fléttuð upp úr sakamálafréttum

Bókmenntir

„Hefði verið sprautaður með rítalíni daglega“

Bókmenntir

Menningarárekstrar múslima á Íslandi

Bókmenntir

„Við verðum að styrkja listamenn“