Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Ólafur heldur ekki áfram með Val

Mynd með færslu
 Mynd: Mummi Lú - RÚV

Ólafur heldur ekki áfram með Val

28.09.2019 - 18:58
Strax eftir síðasta leik karlaliðs Vals í úrvalsdeild karla var það tilkynnt að Ólafur Jóhannesson yrði ekki lengur þjálfari liðsins. Ólafur hefur stýrt Valsmönnum tvisvar til sigurs í úrvalsdeildinni og tvívegis í bikarnum. Annar þjálfari verður tilkynntur á næstu dögum.

Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð Ólafs hjá Val og nokkrir dagar eru síðan að meira fór að heyrast um að Valur ætlaði sér að leita annað í þjálfaramálum. Það hefur nú fengist staðfest og samkvæmt heimildum vefsíðunnar 433.is er talið líklegt að Heimir Guðjónsson taki við liðinu.

Þá er Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Gróttu, talinn líklegastur til að taka við Breiðabliki eins og staðan er núna. Ljóst er að mikill þjálfarakapall er fram undan.