Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Ökumaður í símanum velti bíl í Hafnarfirði

21.08.2017 - 08:59
Mynd með færslu
 Mynd:
Bíll valt á mótum Hafnarfjarðarvegar og Álftanesvegar í morgun. Engin slys urðu á fólki en nokkrar tafir urðu á umferð. Samkvæmt upplýsingum lögreglu segist maðurinn hafa vafra á netinu við akstur sem hafði þessar afleiðingar.

Lögregla brýnir fyrir ökumönnum að hafa athyglina við aksturinn og láta símann í friði rétt á meðan ekið er.

Gunnar Dofri Ólafsson