Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Ókeypis burðarpokar bannaðir eftir viku

24.08.2019 - 06:31
epa01183909 A shopper carries her shopping with free supermarket shopping bags in London, Britain, 27 November 2007. London councils want free plastic bags to be banned. They want shops to sell more environmentally friendly reusable bags instead. An
 Mynd: EPA
Bannað verður að afhenda ókeypis burðarpoka í verslunum hér á landi eftir 1. september. Bannið gildir um alla burðarpoka, óháð því úr hvaða efni þeir eru.

Alþingi samþykkti breytingar á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir í maí. Þær kveða meðal annars á um að óheimilt sé að afhenda ókeypis burðarpoka í verslunum og að gjaldið sem innheimt er fyrir þá skuli vera sýnilegt á kassakvittun. Það sama á við um þunna plastpoka sem hægt hefur verið að fá ókeypis undir ávexti og grænmeti í verslunum.

Bann við allri afhendingu burðarpoka úr plasti í verslunum tekur gildi 1. janúar 2021. Bannið á aðeins við um plastpoka, óháð því hversu þykkir þeir eru, en ekki um burðarpoka úr öðrum efnum. Burðarpoka úr efnum má áfram bjóða til sölu.