Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Öflugur skjálfti undan strönd Jövu

02.08.2019 - 13:39
epa07248828 An officer examines a seismograph at the Anak Krakatau volcano monitoring station in Carita, Banten, Indonesia, 26 December 2018. According to the Indonesian National Board for Disaster Management (BNPB), at least 429 people are dead and 1.459 others have been injured after a tsunami hit the coastal regions of the Sunda Strait.  EPA-EFE/ADI WEDA
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Öflugur jarðskjálfti varð í dag undan suðurströnd eyjarinnar Jövu í Indónesíu. Fyrst var talið að hann hefði verið 7,4 að stærð, en við nánari athugun var styrkurinn 6,9. Upptök skjálftans voru á tæplega 53 kílómetra dýpi, um 147 kílómetra frá þorpinu Sumur, suðvestan við höfuðborgina Jakarta. Óttast er að hann valdi allt að þriggja metra flóðbylgju.

Fjöldi fólks býr á Jövu. Almannavörnum hafa enn ekki borist upplýsingar um tjón. Talsmaður þeirra segir að það geti orðið verulegt ef flóðbylgjuspáin rætist.

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV