Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Öflug bílsprenging í Sómalíu

22.07.2019 - 14:04
epa07733094 A person who was injured in a blast is carried on a stretcher at Medina hospital in Mogadishu, Somalia, 22 July 2019. Several people are feared dead after a huge explosion at a checkpoint on K4 road that leads to Mogadishu's airport. No one has claimed responsibiity for the attak, however, the country's Islamist militant group al-Shabab often carries out such attacks against its western-backed government.  EPA-EFE/SAID YUSUF WARSAME
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Sautján eru látnir eftir að öflug bílsprengja sprakk í dag skammt frá hóteli í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu. Hátt í þrjátíu særðust. Varðstöð við leiðina á flugvöll borgarinnar er einnig þar sem sprengjan sprakk. Að minnsta kosti tveir öryggisverðir eru meðal þeirra sem dóu.

AFP fréttastofan hefur eftir sjónarvottum að sprengingin hafi verið afar öflug. Svartur reykur steig upp í loft og skemmdir urðu á húsum í nágrenninu. Hryðjuverkasamtökin al-Shabaab hafa lýst ódæðinu á hendur sér. Í yfirlýsingu frá þeim segir að ætlunin  hafi verið að leggja varðstöðina í rúst.

Fyrir rúmri viku féllu 26 og 56 særðust þegar vígamenn al-Shabaab gerðu skotárás á hótel í hafnarborginni Kismayo í suðurhluta Sómalíu.

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV