Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Of Monsters and Men hjá Jimmy Kimmel

Mynd með færslu
 Mynd: ABC

Of Monsters and Men hjá Jimmy Kimmel

01.08.2019 - 09:14

Höfundar

Of Monsters and Men komu fram í spjallþætti Jimmy Kimmel í fyrrinótt og flutti lög af nýútgefinni plötu sveitarinnar.

Of Monsters and Men sendi frá sér síðasta föstudag, 26. júlí, sína þriðju breiðskífu. Platan nefnist Fever Dream og flutti hljómsveitin lög af henni í bland við eldra efni í spjallþætti Jimmy Kimmel á bandarísku sjónvarpsstöðinni ABC.

Of Monsters and Men er um þessar mundir að fylgja eftir útgáfu plötunnar í Bandaríkjunum. Þau halda tónleika í Grammy Museum í Los Angeles annað kvöld og spila á Summer Camp hátíð Alt 98,7 útvarpsstöðvarinnar á Long Beach í Kaliforníu á laugardag. Þá hefst tónleikaferð þeirra um Bandaríkin að fullu í byrjun september. Sveitin verður svo meðal helstu atriða á Iceland Airwaves tónlistarhátíðarinnar hér á landi í nóvember.

„Ég held að við höfum aldrei náð að fylgja plötu svona vel eftir og eytt svona miklum tíma með plötu,“ sagði Ragnar Þórhallsson söngvari og gítarleikari Of Monsters and Men í viðtali á menningarvef RÚV áður en Fever Dream kom út.

Fever Dream var tekin upp á Íslandi í hljóðveri hljómsveitarinnar. Sveitin sá sjálf um upptökustjórn plötunnar ásamt Rich Costey, sem unnið hefur með hljómsveitunum Vampire Weekend, Muse og Death Cab For Cutie. Platan hefur hlotið góðar undirtektir, hafa breska tónlistartímaritið Q og tónlistarvefurinn AllMusic til að mynda gefið henni 4 stjörnur.

Tengdar fréttir

Popptónlist

Krókódíll OMAM á Hótel Holti

Popptónlist

„Við höfum lifað með þessari plötu mjög lengi“

Popptónlist

Of Monsters and Men spilar á Airwaves

Tónlist

Fyrsta lag Of Monsters and Men í fjögur ár