Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Nýtt vín á gömlum belg frá Júníusi Meyvant

Hjálmar litu við í kaffi hjá Júníusi Meyvants í Vestamannaeyjum og tók upp nýtt lag.
 Mynd: Hjálmar

Nýtt vín á gömlum belg frá Júníusi Meyvant

05.06.2019 - 13:29

Höfundar

Hljómsveitin Hjálmar bauð sér í heimsókn til Júníusar Meyvants á heimili hans í Vestmannaeyjum. Þeir supu ekki bara kaffi í heimsókninni heldur tóku upp óútgefið lag Júníusar á fjögurra rása segulbandstæki.

Hljómsveitin Hjálmar gaf fyrir skemmstu út nýja plötu. Hún heitir Allt er eitt og í tilefni útgáfunnar, sem ber upp á 15 ára starfsafmæli Hjálma, leggur sveitin í hringferð um landið þar sem hún kemur fram á 15 tónleikum. 

Ferðin hófst 31. maí og var einn af fyrstu viðkomustöðunum Alþýðuhúsið í Vestmannaeyjum. Þar rak sveitin einnig inn nefið á heimili Júníusar Meyvants tónlistarmanns og píndi hann til að taka upp nýtt lag á forláta fjögurra rása segulbandstæki. Lagið heitir Cherries Underground og kemur út á væntanlegri EP-plötu Júníusar í ágúst. 

Mynd: Hjálmar / Hjálmar
Hér má hlusta á lagið Cherries Underground.

Næstu tónleikar Hjálma á hringferðinni verða haldnir í Hlégarði í Mosfellsbæ á föstudaginn. Frekari upplýsingar um tónleikaferðalagið má nálgast á Facebook-síðu hljómsveitarinnar.

Hjálmar litu við í kaffi hjá Júníusi Meyvants í Vestamannaeyjum og tók upp nýtt lag.
 Mynd: Hjálmar

Tengdar fréttir

Popptónlist

Hjálmar - Allt er eitt

Tónlist

Við höfum aldrei farið hringinn áður