Nýtt landshlutafélag á Norðurlandi

19.11.2019 - 16:03
Mynd með færslu
Frá aðalfundi Eyþings á Dalvík í dag Mynd: Elías Pétursson
Tillaga um sameiningu Eyþings, Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar og Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga var samþykkt á fulltrúaráðsfundi þess síðastnefnda í Kelduhverfi í dag. Þetta þýðir að nýtt félag tekur til starfa 1. janúar.

Fjórar starfsstöðvar

Fyrir höfðu Eyþing og Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar samþykkt sameiningu. Með nýju sameinuðu félagi verður áhersla lögð á að efla Norðurland eystra sem eina heild. Starfsstöðvar verða fjórar en aðalskrifstofa félagsins verður á Húsavík.

Stýrihópur hefur leitt vinnuna

Skömmu eftir síðustu sveitarstjórnarkosningar var settur á laggirnar stýrihópur sem leitt hefur vinnu sveitarstjórna um sameiningu. Í hópnum eru Hilda Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri, Elías Pétursson, sveitarstjóri í Langanesbyggð, og Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar.

Óðinn Svan Óðinsson
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi