Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Nýtt lag með Jökli úr Kaleo frumflutt

Mynd: RÚV / RÚV

Nýtt lag með Jökli úr Kaleo frumflutt

26.03.2017 - 20:40

Höfundar

Jökull Júlíusson, meðlimur hljómsveitarinnar Kaleo, var fyrsti viðmælandi Ísþjóðarinnar með Ragnhildi Steinunni, sem hóf göngu sína á ný á RÚV í kvöld. Jökull frumflutti þar nýtt lag eftir sig, sem nefnist „I Want More“. Hlustið og horfið hér.
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV

Í fyrsta þætti fengum við að vita allt um Jökul Júlíusson, lagahöfund og söngvara hljómsveitarinnar Kaleo. Jökull var á miðju tónleikaferðalagi þegar Ísþjóðin hitti hann í New York en sveitin var valin ein besta nýja rokksveit ársins 2016 á árslista Billboard og uppselt var á tónleikaferð hennar um Bandaríkin og Evrópu á árinu sem leið. Þá fór plata sveitarinnar, A/B, á topp tíu listann í nítján löndum. Kaleo er sem stendur á tónleikaferð í Kanada en sveitin er bókuð nær allt þetta ár.

Í Ísþjóðinni skyggnumst við inn í líf ungra Íslendinga sem takast á við spennandi og krefjandi viðfangsefni. Meðal viðmælenda í komandi þáttaröð eru auk Jökuls, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur, Heiðar Logi Elíasson atvinnubrimbrettakappi og tónlistarkonan Glowie.

Tengdar fréttir

Tónlist

„Hann er mjög flottur listamaður“

Tónlist

Lít frekar á mig sem tónskáld en söngvara