
Í gærkvöld var Oddný G. Harðardóttir þingmaður kosin formaður Samfylkingarinnar með tæplega sextíu prósentum atkvæða. Logi Már Einarsson, bæjarfulltrúi á Akureyri, var kosinn varaformaður flokksins.
Ekkert þessa fólks var í stjórn Samfylkingarinnar sem kjörin var á síðasta landsfundi flokksins, í mars 2015.
Oddný Harðardóttir fékk 59,9% atkvæða í þriðju umferð formannskjörsins. Fjögur voru í kjöri – Oddný; Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi á Seltjarnanesi, sem féll út í fyrstu umferð; Helgi Hjörvar þingmaður, sem féll út í annarri umferð; og Magnús Orri Schram sem fékk 40,1% atkvæða í þriðju umferð formannskjörsins.
Logi Einarsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akureyri, var kjörinn varaformaður í gærkvöld með 48% atkvæða. Margrét Gauja Magnúsdóttir fékk 30,4% og Sema Erla Serdar 19,8%.