Nýja James Bond-lagið komið út

epaselect epa08169093 Billie Eilish poses in the press room with the Grammy for Best Pop Vocal Album, Best New Artist, Song of the Year, Album of the Year, and Record of the Year during the 62nd annual Grammy Awards ceremony at the Staples Center in Los Angeles, California, USA, 26 January 2020.  EPA-EFE/DAVID SWANSON
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Nýja James Bond-lagið komið út

14.02.2020 - 09:30

Höfundar

Titillag nýjustu James Bond-myndarinnar No Time To Die var gefið út í gær. Bandaríska söngstjarnan Billie Eilish flytur það. Hún samdi jafnframt lagið í samvinnu við Finneas, bróður hennar, og Stephen Lipson, lagahöfund og upptökustjóra.

Billie Eilish er yngsti listamaðurinn sem hefur verið falið að semja og flytja titillag við James Bond-mynd, 18 ára. Hún kom fram á sjónarsviðið árið 2016 og sló rækilega í gegn í fyrra með plötu sinni When We All Fall Asleep Where Do We Go? Nokkur lög af henni hafa notið vinsælda, sér í lagið Bad Guy. Eilish hlaut á dögunum fern Grammyverðlaun, þar á meðal fyrir breiðskífu sína og besta lag síðasta árs.

Í tilkynningu sem Eilish sendi frá sér í gær í tilefni útkomu lagsins No Time To Die segist hún enn vera í geðshræringu fyrir að hafa verið treyst fyrir því að semja James Bond-lag. Sér hafi verið sýndur mikill heiður með því.

Kvikmyndin No Time To Die verður frumsýnd í Bretlandi 2. apríl og í Bandaríkjunum þann tíunda.

Tengdar fréttir

Popptónlist

Billie Eilish sópaði að sér Grammyverðlaununum

Menningarefni

Billie Eilish semur nýja Bond-lagið