Athugið þessi frétt er meira en 11 ára gömul.

Nýi flokkurinn heitir Samstaða

07.02.2012 - 16:19
Mynd með færslu
 Mynd:
Samstaða, flokkur lýðræðis og velferðar, er nafn nýs stjórnmálaflokks sem Lilja Mósesdóttir alþingismaður hefur stofnað og fer fyrir ásamt Sigurði Þ. Ragnarssyni veðurfræðingi. Þau vilja hvorki staðsetja flokkinn til vinstri eða hægri.

Nýi stjórnmálaflokkurinn var kynntur á blaðamannafundi síðdegis. Hann hefur fengið listabókstafinn C og hyggur á framboð í öllum kjördæmum í næstu Alþingiskosningum. Flokkurinn hefur hlotið nafnið Samstaða, flokkur lýðræðis og velferðar.

Lilja segir það hafa verið lensku í íslenskum stjórnmálum að flokkarnir hviki frá stefnu sinni þegar á valdastóla sé komið. Þá megi setja alla íslensku stjórnmálaflokkana undir einn hatt markaðshyggju. Sigurður Þ. Ragnarsson segir eitt mikilvægasta verkefnið að leiðrétta skuldastöðu heimilanna, en vill hvorki staðsetja hinn nýja flokk til hægri eða vinstri.

Nánar verður rætt við Lilju og Sigurð í Speglinum í dag.