Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Ný ebólu-smit í Kongó

Health workers wearing protective suits tend to to an Ebola victim kept in an isolation tent in Beni, Democratic Republic of Congo, on Saturday, July 13, 2019. The Congolese health ministry is confirming the country's first Ebola case in the provincial capital of 2 million, Goma, some 360 kilometers (225 miles) south of Beni. More than 1,600 people in eastern Congo have died as the virus has spread in areas too dangerous for health teams to access. (AP Photo/Jerome Delay)
Heilbrigðisstarfsmenn sinna ebólusjúklingi í Beni í Austur-Kongó fyrr í sumar. Mynd: ASSOCIATED PRESS - AP
Staðfest hafa verið ebólu-smit í Suður-Kivu héraði í austurhluta Lýðstjórnar­lýð­veldi­sins Kongó. 26 ára maður er þegar látinn og eitt barna hans hlýtur læknismeðferð vegna smits.

Fyrsta tilfelli ebólu í landinu greindist 1. ágúst í fyrra og síðan hafa tæplega tvö þúsund manns látist þar af völdum sjúkdómsins. Héraðsstjóri Suður-Kivu segir viðbragðsteymi heilbrigðisfólks kominn á staðinn til að veita stuðning vegna smitanna þar.

Þetta er tíundi ebólufaraldurinn síðan sjúkdómurinn greindist fyrst 1976 og sá versti síðan árin 2014 til 2016 er um ellefu þúsund létust í Gíneu, Síerra Leóne og Líberíu.