Norðursigling búin að ræða við alla farþega Ópals

07.02.2020 - 15:24
Mynd með færslu
 Mynd: Andri Yrkill Valsson - RÚV
Útgerð skonnortunnar Ópals segir að mannleg mistök virðast hafa orðið til þess að skipið tók niðri við Lundey í gærkvöld. Það lenti upp á sandrif á leið til hafnar í Reykjavík.

Valdimar Halldórsson, framkvæmdastjóri Norðursiglingar - eiganda skonnortunnar, segir að við fyrstu sýn virðist engar skemmdir hafa orðið á skipinu. Ópal var í kvöldsiglingu með ferðamenn þegar óhappið varð. 18 manns voru um borð, farþegar og áhöfn.

Valdimar segir óhappið strax hafa verið tilkynnt til neyðarlínunnar en frekari aðgerðir hafi verið afturkallaðar þegar skipið losnaði. Lögregla hafi síðan tekið skýrslu af áhöfninni. Hann segir að Norðursigling hafi haft samband við alla farþega og engum orðið meint af.

agusto's picture
Ágúst Ólafsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi