Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Norðurlöndin hætti að gorta

30.10.2019 - 08:58
epa07914350 Environmental activist Greta Thunberg of Sweden speaks at a Fridays for Future environmental protest at the Denver Civic Center in Denver, Colorado, USA, 11 October 2019.  EPA-EFE/Bob Pearson
 Mynd: Bob Pearson - RÚV
Greta Thunberg skaut föstum skotum á Norðurlöndin um leið og hún afþakkaði umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs sem hefðu skilað henni andvirði 6,4 milljóna króna. Hún segir að það sé lítið á bak við orðagjálfur Norðurlandanna í umhverfismálum.

Thunberg tilkynnti á Instagram-síðu sinni í gær að hún hefði hlotið umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs. Um leið og hún þakkaði heiðurinn, sem vissulega sé mikill, afþakkaði hún verðlaunin og verðlaunaféð sem hljóðar upp á 500 þúsund sænskar krónur, sem nemur 6,4 milljónum króna.

Greta Thunberg segir að loftlagshreyfingin þurfi ekki á fleiri verðlaunum að halda heldur þurfi stjórnmálamenn og almenningur að fara að taka mark á fyrirliggjandi staðreyndum. „Norðurlöndin hafa frábært orðspor þegar kemur að loftlags- og umhverfismálum. Það skortir ekkert á að það sé gortað yfir því. Það skortir ekki falleg orð. En þegar kemur að raunverulegum útblæstri og raunverulegu vistspori á hvern haus, ef við tökum neyslu, innflutning, flug og skipaiðnað,  þá blasir við allt önnur mynd,“ skrifar hún.

Lítið á bak við fögur fyrirheit

Thunberg segir að Svíar lifi eins og þeir hafi fjórar plánetur til umráða og vísar þar til WWF og Global Footfrint Network. Það sama eigi við um öll Norðurlöndin, þau ríki sem eru í aðstöðu til að leggja mest af mörkum til umhverfismála. Til að mynda hafi Norðmenn gefið út metfjölda olíuvinnsluleyfa og nýjasta olíuvinnslusvæðið geti framleitt olíu og gas til næstu 50 ára. „Gjáin á milli þess sem vísindin segja að þurfi til þess að takmarka hlýnun jarðar við 1,2 eða jafnvel 2°C og stjórnmálanna sem stýra Norðurlöndunum er risavaxin. Og það eru engin merki þess að nauðsynlegar breytingar séu framundan.“

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

I have received the Nordic Council’s environmental award 2019. I have decided to decline this prize. Here’s why: “I am currently traveling through California and therefore not able to be present with you today. I want to thank the Nordic Council for this award. It is a huge honour. But the climate movement does not need any more awards. What we need is for our politicians and the people in power start to listen to the current, best available science. The Nordic countries have a great reputation around the world when it comes to climate and environmental issues. There is no lack of bragging about this. There is no lack of beautiful words. But when it comes to our actual emissions and our ecological footprints per capita - if we include our consumption, our imports as well as aviation and shipping - then it’s a whole other story. In Sweden we live as if we had about 4 planets according to WWF and Global Footprint Network. And roughly the same goes for the entire Nordic region. In Norway for instance, the government recently gave a record number of permits to look for new oil and gas. The newly opened oil and natural gas-field, ”Johan Sverdrup” is expected to produce oil and natural gas for 50 years; oil and gas that would generate global CO2 emissions of 1,3 tonnes. The gap between what the science says is needed to limit the increase of global temperature rise to below 1,5 or even 2 degrees - and politics that run the Nordic countries is gigantic. And there are still no signs whatsoever of the changes required. The Paris Agreement, which all of the Nordic countries have signed, is based on the aspect of equity, which means that richer countries must lead the way. We belong to the countries that have the possibility to do the most. And yet our countries still basically do nothing. So until you start to act in accordance with what the science says is needed to limit the global temperature rise below 1,5 degrees or even 2 degrees celsius, I - and Fridays For Future in Sweden - choose not to accept the Nordic Councils environmental award nor the prize money of 500 000 Swedish kronor. Best wishes Greta Thunberg”

A post shared by Greta Thunberg (@gretathunberg) on