Norðurljósin minnisstæð

29.09.2016 - 11:15
Mynd með færslu
 Mynd: Hilmar K‡ári Hallbjšrnsson Hilm
Níu af hverjum tíu útlendum ferðamönnum sem komu hingað í fyrravetur telja líklegt að þeir komi hingað aftur og er það hlutfall töluvert hærra en veturinn 2014-15. Þetta er meðal þess sem fram kemur í könnun sem Maskían gerði fyrir Ferðamálastofu meðal ferðamanna hér frá því í október í fyrra til loka maí í ár. Almennt gáfu svarendur ferðaþjónustunni góða einkunn og heldur betri en fyrir tveimur árum.

Ánægðastir eru þeir með þátt sem heitir fjölbreytni í náttúrtengdri afþreyingu en úrval veitingastaða fær lægstu einkunnina. Undantekningalítið komu ferðamenn til Reykjavíkur, rúmlega helmingur þeirra fór á Suðurland og í nágrannasveitarfélög Reykjavíkur og rúmur þriðjungur á Reykjanes.

Flestir hafa borgað í laugina

Staðir þar sem ferðamönnum fannst farið að þrengja að sér vegna annarra ferðamanna voru við Jökulsárlón, Gullfoss og Geysi að því er segir í könnuninni.  Meðal þess sem ferðamenn telja að megi bæta eru vegamerkingar, almenningssalerni, samgöngur og dýrtíð matar. Flestir nefna Norðurljósin þegar þeir eru spurðir hvað verði þeim minnisstæðasta úr ferðini, svo náttúra og landslag og Bláa lónið. Vetrargestir opnuðu budduna oftast til að fara í sund, 62% þeirra borguðu fyrir sundlaugarferðir og rúmlega 50% greiddu fyrir ferð með leiðsögn. 
 

Anna Kristín Jónsdóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi