Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Norður-Makedónía þrítugasta NATO-ríkið

28.03.2020 - 06:48
epa08327394 A bus for public transport passes the building of the North Macedonia's Ministry of Foreign Affairs, illuminated in the color of NATO in Skopje, Republic of North Macedonia, 27 March 2020. Today, through the Embassy of the Republic of North Macedonia in Washington, the United States Department of State deposited the instrument of accession to the North Atlantic Treaty, formally making North Macedonia the thirtieth NATO member state.  EPA-EFE/GEORGI LICOVSKI
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Norður-Makedónía varð í gær þrítugasta aðildarríki Atlantshafsbandalagsins, NATO. Stjórnvöld í Skopje greindu frá þessu í yfirlýsingu og sögðu draum margra kynslóða hafa ræst.

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, bauð Norður-Makedóníu velkomna í fjölskylduna. Bandalagið væri fjölskylda nærri milljarðs manna sem gætu treyst á að hvað sem á dynur standi ríkin og íbúarnir sterkari og öruggari saman. 

Aðildin er áfangi ríkisins í átt að því að ganga í Evrópusambandið. Ríkið breytti nafni sínu úr Makedóníu í Norður-Makedóníu í fyrra eftir langvarandi deilur við nágrannaríkið Grikkland. Grikkir sögðu það eina skilyrðið fyrir því að ríkið gæti stutt umsókn Norður-Makedóníu um aðild að bæði NATO og ESB.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV