Nokkrar eiginhandaáritanir gefnar á göngunum

Mynd: RÚV / RÚV

Nokkrar eiginhandaáritanir gefnar á göngunum

07.02.2020 - 20:30
Fjölbrautaskólinn við Ármúla er kominn í 8-liða úrslit Gettu betur í fyrsta sinn síðan árið 2003 og keppendur liðsins segja stemminguna í skólanum vera virkilega góða.

Lið FÁ skipa þau Elínrós Birta Jóns- og Valborgardóttir, Jón Jörundur Guðmundsson og Þráinn Ásbjarnarson. Við fengum að kynnast þeim aðeins betur í myndbandinu sem sjá má hér í spilaranum fyrir ofan. 

FÁ mætir Fjölbrautaskólanum í Garðabæ í annarri viðureign 8-liða úrslitanna. Bein útsending frá keppninni hófst á RÚV klukkan 20:10.